Skip to main content

Ef skjal skal geyma, hvar á það heima?

Hvað er skjalstjórn? Hvaða tilgangi þjónar hún?

Skjalastjórn er ekki kvöð, eða fínt orð yfir leiðinleg skylduverk. Þetta er það fyrsta sem fólk hugsar þegar það heyrir orðið skjalastjórn!

Skjalastjórn er stjórnun skjala og er eitt mikilvægasta verkfærið í vinnu starfsmanna. Hjá opinberum stofnunum styður hún við lög og reglur um skjalavörslu og er grunnstoð í rekstri.

Lykilatriði skjalastjórnunar eru:

  • Að hægt sé að finna tiltekin skjöl fljótt og örugglega
  • Að tryggja að skjöl glatist ekki eða skemmist 
  • Að koma í veg fyrir að upplýsingar, á hvað formi sem þær eru, safnist ekki upp
  • Að koma í veg fyrir ótímabæra eyðingu skjala

 Með því að framfylgja þessum atriðum og fara kerfisbundið eftir verklagsreglum um meðferð skjala sem og vistun, er tryggt að starfsemi starfsstaða verði markvissari, skipulegri og gegnsærri. 

Hærra þjónustustig, tímasparnaður og hraðari afgreiðsla mála eru svo aukaverkanir sem enginn kvartar yfir!

Skjaladeild  á skrifstofu þjónustu- og reksturs er annars vegar í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Borgartúni 12 - 14.

Viltu vita meira um það hvað skjalastjórnun snýst um. Þá endilega kynntu þér allt um verklag og leiðbeiningar í skjalastjórnun. Þetta er mjög fróðlegt!

Það er líka hægt að horfa á kennslumyndbönd en þar getur maður séð hvernig á að vinna með GoPro.

Borgarskjalasafn ber ábyrgð á móttöku eldri skjala frá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar, sinnir eftirliti og leiðbeiningum um skjalastjórn til stofnana borgarinnar og afgreiðslu fyrirspurna. Enn fremur sinnir Borgarskjalasafn söfnun einkaskjalasafna, sem eru sköl frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í Reykjavík.

Hér má svo horfa á myndbandið þar sem við erum að ítreka notkun á Go Pro! Skjalavistun eða dauði! :)

Svo má ekki gleyma, skjalastjórn er eins og að bursta tennurnar, því betur sem það er gert, því hvítara verður brosið!

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.