Skip to main content

Móttaka nýliða

Móttaka nýliða hefst um leið og viðkomandi hefur þegið boð um starf. Stjórnandi hefur strax undirbúning, útbýr ráðningarsamning og undirbýr komu starfsmannsins á starfsstaðinn - sjá feril stjórnandans um móttöku nýliða. Mikilvægt er að taka vel á móti nýliðanum, og að þjálfunaráætlun liggi fyrir og sé fylgt fyrstu mánuðina. Ferlið klárast ekki fyrr en að reynslutímanum loknum, en hann er að jafnaði þrír mánuðir nema um annað sé samið. Móttökuferlinu má skipta upp í þrjá fasa, eins og sjá má á mynd.

Hér fyrir neðan má nálgast gátlista stjórnandans við móttöku nýliða - sem hefst, eins og áður segir, strax eftir að umsækjandi hefur þegið boð um starf. Einnig má hér finna sniðmát fyrir þjálfunaráætlun, sem auðvelt er að laga að hverju sviði, starfsstað og starfi fyrir sig. Loks er hér tengill á glærur með nýliðafræðslu, sem henta öllu starfsfólki Reykjavíkurborgar. Nýliðafræðslan er einnig aðgengileg í hópnum Nýliðar hjá Reykjavíkurborg á Workplace, sem öllu nýju starfsfólki er bætt í við upphaf starfs - endilega hvetjið nýliðana ykkar til að skoða fræðsluna þar.

Athugið að sækja alltaf nýjustu útgáfu skjalanna á þessa síðu, þar sem þessi skjöl verða lifandi skjöl, uppfærð reglulega.

Hér má sjá ferli stjórnandans við móttöku nýliða. Smelltu hér til að sjá stærri útgáfu.

Móttaka nýliða - ferli

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.