Skip to main content

Starfsstaðir og teymi

 

Velferðarsvið sér um rekstur fimm þjónustumiðstöðvaBarnaverndar Reykjavíkur, þjónustunnar heim, búsetukjarna, stuðningsheimila, hjúkrunarheimila, þjónustuíbúða ofl.

Þjónustumiðstöðvarnar sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Á þjónustumiðstöðvunum er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er hægt að sækja um ýmiss konar þjónustu, svo sem leikskólapláss, fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur, heimaþjónustu og heimahjúkrun. Á miðstöðvunum er veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræði- og kennsluráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, frístundaráðgjöf og fleira. Upplýsingar um þjónustuna er hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.